24.02.1943
Efri deild: 63. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 974 í B-deild Alþingistíðinda. (1633)

131. mál, útsvarsinnheimta 1943

Bjarni Benediktsson:

Breyt., sem hv. Nd. hefur gert á frv., er sú, að við 1. gr. frv. bætist ný málsgr., svo hljóðandi: „Nú eru hreinar tekjur gjaldanda lægri ár ið 1942, samkvæmt skattaframtali, en þær voru árið 1941, og getur hann þá krafizt hlutfallslegrar lækkunar á útsvarsgreiðslum samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir þó aðeins, ef tekjurýrnunin hefur numið 30% eða þar fram yfir.“ Það hefur þegar verið skýrt frá því, að í Rvík væri í ráði, að þessi aðferð yrði viðhöfð, og því er gott, að þetta sé fram tekið í l., ef hv. þm. finnst meiri trygging í því. Ég tel þess vegna frv. eins gott og þegar það fór til hv. Nd. og vona, að hv. þdm. geti fallizt á það.