19.03.1943
Efri deild: 77. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (2078)

8. mál, vegalög

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Þetta frv. hefur nú fengið þá meðferð, að um það hefur verið samvinna í samgmn. beggja d., og óskuðu n. eftir því, að engin breyt. yrði á því gerð í hv. Nd.

N. hafa lagt mikla vinnu í að samrýma óskir, kröfur og þarfir hinna ýmsu héraða, óskir vegamálastjóra og reynt að skapa samkomulag um það almennt meðal hv. þm. Þó fór svo í hv. Nd., að inn í frv. var sett breyt. frá einum hv. þm., og þannig var rofinn sá hringur, sem æskilegt hefði verið, að haldizt hefði utan um þetta mál. Af þessari ástæðu teljum við okkur því hafa óbundnar hendur um að gera brtt., og munum ekki geta sett okkur eins á móti flutningi þeirra og gert var með brúarlögin. Hins vegar tel ég æskilegt, að engar brtt. hefðu komið fram, en úr því svo er komið, þá höfum við nm. óbundnar hendur um þær eins og aðrir, eins og ég sagði áðan. Ég mun þó ekki brjóta ísinn með því að flytja brtt. við þetta mál.

Við óskum ekki eftir, að þetta mál gangi aftur til samgmn., og sé ég svo ekki ástæðu til að ræða þetta frekar.