23.03.1943
Efri deild: 79. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1195 í B-deild Alþingistíðinda. (2087)

8. mál, vegalög

Gísli Jónsson:

Ég verð að segja það, að hv. 1. þm. Eyf. ber ábyrgð á öllum þessum brtt., því að hann leiddi asnann í herbúðirnar.

Hann hefur rofið hér samkomulag, eins og flokksmenn hans gera venjulega. Síðan smeygir hann inn brtt. í Nd., á þeim rökum, að úr því ein till. hans hafi verið tekin upp í frv., þá sé bara sjálfsagt að samþ. hinar. Á þessum grundvelli ber hann fram mál sitt.

Víða í sveitum eru ekki einu sinni einfaldir vegir, og virðist ekki nema sjálfsagt, að þær sveitir fái þó einfalda vegi, áður en bætt er við vegi í þeim sýslum, sem hafa þegar vegi og það allt tvöfalda vegi. Mér þykir ekki nema rétt. að hv. 1. þm. Eyf. taki till. sínar alveg til baka, því að ef nú á að fara að breyta frv. hér og síðan í Nd., þá sé ég ekki annað en allt lendi úr böndunum, og hinu mikla starfi n. sé kastað á glæ. 9nnaðhvort er hv. þm. að leika hér leik eða ætlun hans er að knýja fram ósanngjarnar kröfur. Hann væri því sá eini, sem fengi alla þá vegi, sem hann óskaði eftir, upp í topp á kostnað réttlátra krafna annarra og móti vilja vegamálastjóra.

Ég mun að svo komnu taka aftur mínar till. til 3. umr., og vænti ég þess, að þessari umr. verði lokið í dag.