23.03.1943
Efri deild: 79. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1196 í B-deild Alþingistíðinda. (2089)

8. mál, vegalög

Gísli Jónsson:

Ég vil aðeins vísa á bug þeim óskaplegu stóryrðum og lygum, sem hv. 1. þm. Eyf. lét sér um munn fara. (BSt: Eru það ekki stóryrði að segja, að maður rjúfi samninga?). Ef hv. þm. er ekki alveg ábyrgðarlaus, þá hlýtur hann að hafa talað í mikilli reiði. (BSt: Það var borin á mig lygi). Hv. þm. ber einn ábyrgð á þessu öllu saman, og nú hvílir sú ábyrgð svo þungt á honum, að hann getur engan veginn stillt skap sitt, eins og komið hefur í ljós.