07.04.1943
Efri deild: 90. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í C-deild Alþingistíðinda. (2857)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Frsm. minni hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

É g vil taka það fram að gefnu tilefni frá hv. 1. þm. S.-M. (lngP), að mér finnst ekki geta staðizt sú skýring hans á því, að málið sé hér búið að fá löglega afgreiðslu á þinginu, enda þótt það hafi komið til. hv. Ed. aftur frá hv. Nd. og verið ein umr. höfð í því hér. Því að eins og honum mun kunnugt, þá er það heimtað, þegar mál er endursent til deildar, að það sé borið undir d. til samþykktar. En aftur á móti var þetta frv. við 1. umr. þess nú hér í hv. d. aðeins borið undir d. til þess að vísa því til 2. umr. og n., svo að það er nokkuð önnur meðferð, sem hér er um að ræða. En frá mínu sjónarmiði er það þannig, sem ég hef látið áður uppi, þegar málið var hér á ferð, þar sem ég var á móti því að telja þetta nýtt mál, að ég get ekki farið að snúast á móti því, að þessar brtt. komi hér til meðferðar, sem auðvitað ganga í svipaða átt og frv. upphaflega, þar sem þær miða að því að koma frv. í fyrra form.

Hermann Jónasson: Herra forseti. — Ég ætla ekki að fara að ræða um málsmeðferð á þessu máli. Hún er náttúrlega þannig, að hún er miklu meira umræðuefni heldur en svo, að það sé eyðandi tíma í það nú. En með því að gera málið að nýju máli, ef svo verður úrskurðað af hæstv. forseta, þá er málið alls ekki komið hér inn í þessa hv. d. enn þá sem nýtt mál. Því að ég veit ekki betur en að nýtt mál þurfi að vera flutt af einhverjum, annaðhvort þm., ríkisstj. eða nefnd. Og hver hefur flutt þetta mál þannig, svo að það geti talizt vera hér komið inn í hv. d. sem nýtt mál? Þetta mál er, sem sagt, alls ekki komið nú inn í þessa hv. d. sem nýtt mál samkv. þingsköpum. Og þó að einhverjir úrskurðir hafi verið gerðir hliðstæðir því, að þetta mál yrði nú talið úrskurðað sem nýtt mál hér í hv. d., þá er það bersýnilegt, að svona er þetta. Og við skulum nú segja það, að frv. ríkisstj. um dýrtíðarmálin verði samþ. mjög breytt í Nd. og það gengi á milli d. líkt og þetta frv., sem hér liggur fyrir, þá getur það orðið einkennileg meðferð á því máli, ef meðferðin á þessu máli, sem hér liggur fyrir, verður tekin til fyrir myndar, svo framarlega sem þetta verður úrskurðað hér að vera nýtt mál. Þá yrði dýrtíðarfrv. sennilega nýtt mál, þegar það væri komið frá þessari hv. d. aftur. Og þá yrði að sjálfsögðu einhver að flytja það á ný, ríkisstj. eða einhver annar, og yrði það þá að sæta þeirri meðferð, sem ný mál sæta. Og það er augljóst, að eftir að búið væri að ákveða með úrskurði, að þetta mál teljist nýtt mál, ef svo verður gert, að þegar þær brtt., sem nú liggja fyrir við frv., hefðu verið samþ., ef svo félli, þá mundu þessar brtt. gera þetta nýja mál að enn nýju máli, þriðja málinu. Því að þær mundu þá gerbreyta frv. frá því formi, sem það hefur nú, og svo mjög, að sú breyt. yrði eins mikil og breyt., sem orðið hefur nú þegar á frv. og sumir hv. þm. vilja láta verða þess valdandi, að málið verði útskurðað sem nýtt mál. Ef þannig yrði farið inn á þá leið að láta málin lenda í úrskurðaflækjum í málsmeðferð, þá mundu menn lenda í meiri og minni ógöngum og vitleysum. En það er ekki réttur vettvangur til þess að ræða þetta mál ýtarlega hér, heldur þarf það að gerast á öðrum vettvangi.