16.01.1943
Efri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í B-deild Alþingistíðinda. (326)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Gísli Jónsson:

Ég er alveg sammála hæstv. fjmrh. um þetta atriði, að till. felur fullkomlega í sér tryggingu í þessu efni, því að í henni stendur: „Enda sé sett full trygging fyrir því, að féð sé notað eingöngu til byggingar nýrra skipa fyrir þjóðina.“ Það má alveg eins liggja í bönkunum, ef trygging er fyrir því, að það verði ekki notað til annarra íslenzkra atvinnuvega. Hitt væri að ganga hart að eigendum fjárins, ef þeir ættu að skila því nú, og verða svo að kaupa það aftur af bönkunum fyrir allt annað gengi, þegar þyrfti á því að halda. Er það nægileg byrði á mönnum, að verða að láta féð liggja vaxtalaust eða vaxtalítið í erlendum bönkum, eins og nú er.

Ég sé ekki neinn eðlismun milli okkar skoðana um þetta mál og því væri eðlilegast að setja ákvæðið inn fl. Ég vænti því, að þm. geti fallizt á brtt. og óska, að hún verði afgr. með nafnakalli.