10.03.1943
Sameinað þing: 31. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í D-deild Alþingistíðinda. (3587)

135. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Skúli Guðmundsson:

Það er að heyra á hæstv. ráðh., að hann telji eðlilegt, að opinberir starfsmenn haldi þessum aukauppbótum til loka þessa árs, en um leið virðist hann gera ráð fyrir, að nokkur skerðing verði hjá þeim og öðrum á verðlagsuppbótinni, eins og stj. hefur gert till. um. Nú er það svo, að frv. stj. um dýrtíðarráðstafanir hefur ekki hlotið afgreiðslu, og skal ég engu spá um, hvernig afgreiðsla þess verður, Mér hefði ekki fundizt óeðlilegt, að afgreiðsla þess máls, sem fyrir liggur nú, yrði látin bíða, þar til útséð er um, hvers konar afgreiðsla verður á dýrtíðarfrv. stj., en verði málið afgreitt nú eins og það liggur fyrir, vil ég benda á, að þm. taka á sig skyldur gagnvart öðrum stéttum þjóðfélagsins.