31.03.1943
Sameinað þing: 36. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í D-deild Alþingistíðinda. (3781)

161. mál, síldarmjöl til fóðurbætis

Finnur Jónsson:

Herra forseti. — Ég hefði óskað, að hæstv. atvmrh. hefði verið viðstaddur þessar umr. Þetta mál heyrir undir bann, og er í þáltill. sérstaklega vísað til, hvers vegna ákveðið er verð á síldarmjöli eftir lagagrein, sem er þannig, að enginn virðist hafa getað skilið hana. Verðákvarðanir á síldarmjöli hafa þess vegna valdið nokkuð miklum ágreiningi milli verksmiðjust. annars vegar og ríkisstj., og nú sem stendur er ágreiningur milli þessara aðila. Vil ég endurtaka þá ósk mína, að atvmrh. sé viðstaddur umr. og atkvgr. þessa máls.