09.04.1943
Neðri deild: 94. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (947)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Stefán Jóh. Stefánsson:

Við alþýðuflokksmenn hér í hv. d. bárum fram brtt. við brtt. hæstv. ríkisstj. Og við vildum helzt byggja á þeim grundvelli, sem hæstv. ríkisstj. hafði lagt með sínum eigin brtt., þó með því skilyrði, að þar væru gerðar á nokkrar leiðréttingar, sem að vísu hæstv. ríkisstj. hefur engu lýst yfir um þrátt fyrir eftirgrennslanir okkar flm. Erum við því jafnnær um afstöðu hæstv. ríkisstj. til þessara brtt. okkar.

Ég gat þess, um leið og ég fylgdi þessum brtt. úr hlaði, að við mundum óska eftir því, ef þess væri nokkur kostur, að þær kæmu fyrst til atkvgr. hér í hv. d., en siðan kæmu brtt. hv. fjhn., því að afstaða okkar alþýðuflokksmanna til brtt. hv. fjhn. mundi mótast eftir því, hver hefðu orðið afdrif okkar eigin brtt.

Ég gat þess þá einnig, að ég teldi grundvöll þann, sem hæstv. ríkisstj. hefði lagt með sínum brtt., vera með þeim brtt., sem við flytjum, aðgengilegri heldur en brtt. hv. fjhn. Ég sagði þá ekkert um það, hvað Alþfl. mundi gera að föllnum okkar till. og brtt. hæstv. ríkisstjórnar, þar sem ég lagði áherzlu á það, að Alþfl. vill fá einhverja lausn á dýrtíðarmálunum hér á hæstv. Alþ., sem að gagni gæti orðið.

Nú hafa nokkrir hv. þm. borið fram brtt. á þskj. 705 við brtt. hv. fjhn. Og ég verð að segja það, að mig undrar það nokkuð, að hæstv. ríkisstj. skuli lýsa yfir velþóknun sinni á þeim brtt., jafn illa eða fálega sem hæstv. ríkisstj. tók undir brtt. hv. fjhn. En að svo miklu leyti sem brtt. hv. fjhn. eru ekki aðgengilegar í augum okkar alþýðuflokksmanna, þá eru brtt. á þskj. 705 enn þá síður aðgengilegar í augum okkar. Og við teljum það enga lausn á málinu, sem þar er farið fram á, og sjáum því enga ástæðu til þess að greiða atkv. með þeim brtt.