10.04.1943
Neðri deild: 96. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 738 í B-deild Alþingistíðinda. (966)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jón Sigurðsson:

Ég held ég megi fullyrða, að bændur séu yfirleitt fúsir til að fórna, og hefur búnaðarfélagið nýlega lýst yfir vilja sínum í þessu efni. Þeir munu verða fúsari til fórna, ef þeir eru hafðir í samráði en ef þeir eru krafðir um þær, enda er það auðskilið mál, að þeim er léttara að sætta sig við álögur frá þeirri stofnun, sem fer með mál þeirra og þeirra menn eiga sæti í, en af hendi annarra. Með þeim brtt.l. annan blæ og geðfeldari okkur bændum. Tel ég óhætt að treysta því, að búnaðarfélagið bregðist ekki, og er það fúst til samvinnu við ríkisstj. um þessi efni. Vænti ég þess, að það fari jafnhóflega í sakirnar og ég hef gert og Alþ. fallist á þessa till. En eins og ég sagði, getum við bændur ekki sætt okkur við það, að samningastofnun okkar sé sett skör lægra en hliðstæðar stofnanir annarra stétta.