10.04.1943
Neðri deild: 96. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 738 í B-deild Alþingistíðinda. (970)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. — Ég flyt hér brtt. ásamt hv. þm. Siglf. á þskj. 710, um verðlag á mjólk.

Það er fullvíst, að bændur úti um land fá eins mikið og meira fyrir sína mjólk en þeir, sem búa í nágrenni Rvíkur. T.d. er það svo á Norðfirði. Það er alveg víst, að bændur þar hafa meira fyrir mjólk sína en bændur hér.

Mér hefur verið bent á, að nauðsyn bæri til þess að taka það fram, til þess að tryggja árangur, að ákvæði frv. tækju til ársins 1942. Hef ég nú ákveðið að flytja brtt. við 7. gr., og vænti ég þess, að ekki verði deilur um, að nauðsyn beri til þess, að till. nái samþykki.

Á ég nú ekki fleiri brtt. og leyfi mér hér með að afhenda forseta þessa skriflegu brtt. frá mér og hv. þm. Siglf.