06.12.1943
Neðri deild: 59. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (1769)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti: Ég vil leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. utanrrh., út af þeim fréttum, sem nú hafa komið og verið birtar frá ráðstefnunni í Atlantic City, og þeirri afstöðu, sem fulltrúi íslenzku ríkisstj. hefur tekið þar í máli, þar sem borin var fram till. af hálfu Norðmanna og annarra smáþjóða, sem fulltrúi íslenzku ríkisstj. tók afstöðu gegn. Ég vildi leyfa mér að spyrja um það, hvort þessi fulltrúi Íslands hafi ráðfært sig við ríkisstj., áður en hann greiddi atkv. í þessu máli, og hvort það er vilji ríkisstj., að hann hafi tekið þá afstöðu, sem hann tók.