28.10.1943
Neðri deild: 39. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég flutti hér á þingi á síðast liðnu vor í ásamt fleirum frv. um breyt. á l. um tekju- og eignarskatt. Málinu var þá vísað til fjhn. Ekkert álit hefur enn þá komið frá n., og er ég spurðist fyrir um þetta, kvað hún milliþingan. hafa fengið það til meðferðar. En sú nefnd átti að hafa lokið störfum fyrir 15. ág., og get ég því ekki séð ástæðu til, að mþn. bíði lengur með að skila áliti sínu.

Þá flutti ég frv. um breyt. á útsvarslögum eða viðauka við þau. Þessu frv. var vísað til allshn., en er ókomið þaðan.