14.10.1943
Efri deild: 34. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í C-deild Alþingistíðinda. (2947)

3. mál, eignaraukaskattur

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil benda hv. 6. þm. Reykv. á það, að það ætti að verða hægt að hafa einhver ráð með að ná í nokkur eintök af þessum skjölum, til þess að þm. gætu áttað sig á því, sem þar kemur fram. Að því er snertir það atriði, hvort till. færi í bága við stjskr., þá mætti kannske spyrja þennan hv. þm., hvort ekki hefði komið frá honum nein till., sem vafi gæti leikið á um, hvort forseti neyddist ekki til að vísa frá umr.

Ég vildi leyfa mér að ítreka fyrri tilmæli mín til hæstv. forseta um að taka sem fyrst á dagskrá frv. um eignaraukaskatt.