21.04.1943
Sameinað þing: 7. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í D-deild Alþingistíðinda. (3013)

13. mál, virkjun Fljótaár

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að bera fram tilmæli til hæstv. forseta um það, hvort hann sjái sér ekki fært að taka á dagskrá næsta fundar þáltill. á þskj. 13 um framkvæmd á l. um virkjun Fljótaár. Ég held, að það þurfi ekki að verða neinar umr. um það mál, þar sem það hefur þegar verið rætt svo ýtarlega og þessi þáltill. er aðeins nokkurs konar árétting á máli, sem þegar er búið að taka ákvörðun um.