05.10.1943
Efri deild: 29. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (538)

36. mál, kjötmat o.fl.

Bjarni Benediktsson:

Við 2. umr. mæltist ég til þess við hæstv. atvmrh., sem mætti hér við lok umr., að hann við 3. umr. léti uppi við d., hvaða áhrif hann teldi, að þessi lagabreyt. hefði til hagsbóta fyrir neytendur. Við þessa umr. hefur komið í ljós, að árangurinn af þessari lagasetningu mundi vægast sagt verða harla lítill,. og því ástæðulaust að samþ. hana, nema grein væri gerð fyrir því, hvernig hún verkar í framkvæmdinni. Hæstv. atvmrh. hefur ekki talið ástæðu til að verða við þessari áskorun að að mæta hér og skýra þetta mál, og vil ég þess vegna leyfa mér án þess að fara um það fleiri orðum að bera fram svo hljóðandi rökst. dagskrá:

„Þar sem gögn hafa eigi fengist fyrir því, að breyting sú, sem í frv. felst, muni bæta úr ágöllum þeim, sem eru á meðferð þess kjöts, sem selja á innanlands, né á annan hátt verða neytendum til hagsbóta, þá telur deildin ekki ástæðu til að samþykkja frv., en skorar á ríkisstjórn að endurskoða lagaákvæði um meðferð kjöts, þannig að til raunverulegra bóta verði fyrir neytendur, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“