04.03.1944
Neðri deild: 25. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í B-deild Alþingistíðinda. (1339)

42. mál, lendingarbætur í Höfnum

Frsm. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. — Það hafa verið veittar á fjárl. þessa árs 25 þús. kr. til lendingarbóta í Höfnum. Hafnamenn ætla að hefjast handa um verkið í sumar, en þurfa ríkisábyrgð. Miðar þetta frv. að því að gera þeim kleift að færa sér það í nyt, sem veitt hefur verið til verksins, og annað það fé, sem þeir hafa ráð á.

N. hefur borið sig saman við vitamálastjóra og leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.