23.10.1944
Neðri deild: 69. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (1735)

94. mál, byggingarmálefni Reykjavíkur

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Allshn. hefur athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. óbreytt. — Ég vil um efni frv. vísa til grg., en að meginefni er það á þá leið að breyta nokkuð um skipun byggingarn. í Reykjavík, þannig að betur verði tryggð sérþekking í n., — í öðru lagi að veita heimild til þess, frekar en nú er, að rýma burtu ólöglegum byggingum í bænum.

Ég þarf ekki að fara fleiri orðum um frv., n. mælir með því óbreyttu.