16.01.1945
Efri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í B-deild Alþingistíðinda. (2424)

173. mál, útsvör

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. –Þetta frv. er komið frá Nd. og miðar að því að tryggja, að eigi verði lögð útsvör á þann hluta tekna, sem rennur í nýbyggingarsjóð útgerðarfyrirtækja og er undanþeginn skatti. Ég lít að vísu svo á, að frá upphafi hafi löggjöfin ætlazt til, að þessi hluti tekna útgerðarfyrirtæk ja væri undanþeginn álagningu útsvara.

Flm. kvað þó misbrest hafa orðið á þessu, og er það án efa rétt, og miðar frv. að því að taka af öll tvímæli í því efni. Allshn. leggur því til, að frv. þetta verði samþ. óbreytt, og fellst á þau rök, sem flm. ber fram í grg. þess. Þess skal þó getið, að einn nm. var ekki viðstaddur, er n. afgr. málið.