14.12.1944
Efri deild: 88. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í C-deild Alþingistíðinda. (3791)

174. mál, jarðræktarlög

Frsm. 2. minni hl. (Páll Hermannsson):

Hv. þm. Barð. þarf ekkert að undrast það manndómsleysi mitt að vilja ekki afnema 17. gr. undir eins og ég fellst á, að nauðsyn sé að bæta hana, setja annað markvissara í hennar stað. Ég hlýt að fylgja stefnu minni að fá úr því bætt, hve gagnslítil greinin er orðin. Þetta verður þm. að skilja.

Ég átti þátt í því fyrir 1½ ári, að búnaðarþingi gæfist kostur á að segja um þetta sitt álit. Nú hefur n. búnaðarþings þetta til athugunar, og er skammt að bíða ályktunar, vona ég. Mér finnst því allt rangt nema samþykkja dagskrána.