21.02.1945
Efri deild: 133. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1517 í B-deild Alþingistíðinda. (4172)

287. mál, húsnæði í þarfir ríkisins

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Ég viðurkenni fullkomlega þá þörf, sem er til þess að koma upp þingmannabústað, og get tekið undir flest af því. sem hv. 1. þm. Eyf. sagði, og er meðmæltur, að brtt. á þskj. 1175 verði samþ. Mun ég leggja það fyrir ríkisstj., eins fljótt og kostur er á, hvort fært yrði í sumar að gera eitthvað í þessum efnum. Um það get ég ekkert sagt, að svo stöddu, en get hins vegar lofað því, að þetta mál skal verða tekið til verulegrar athugunar.