22.02.1945
Efri deild: 134. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1637 í B-deild Alþingistíðinda. (4544)

148. mál, dýrtíðarráðstafanir

Gísli Jónsson:

Ég vil bara, að gefnu tilefni frá hv. 1. þm. Eyf., lýsa yfir, að hann fer hér með hreinasta fleipur. Er bezt fyrir hann að fara eftir þeim orðum, sem hann heyrir mig segja í því efni, sem hann var að tala um, en vera ekki að trúa öllu, sem aðrir spýta í hann. Ég hef aldrei skipt um skoðun í því efni, sem hann talaði um. En síðan 1937 hef ég sýnt fram á veikleika Framsfl. — Hitt er annað mál, að ég hef reynzt Barðstrendingum öðruvísi en Framsfl. hefur tjáð, að ég mundi reynast þeim. (Forsrh.: Þess vegna fjölgar atkv. sjálfstæðismanna þar. — BSt: Það eru nú fleiri ástæður til þess.)