29.01.1945
Efri deild: 113. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1729 í B-deild Alþingistíðinda. (4650)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Frsm. (Kristinn Andrésson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft þetta frv. enn til athugunar, rætt það á mörgum fundum og gert á því nokkrar breyt., sem er að finna á þskj. 964. Eru þær bornar fram af meiri hl. n. Einn nm., hv. 1. þm. Eyf., flytur brtt. sér á öðru þskj.

Ef til vill hugsa sumir hv. þm., að brtt. þær, sem n. kemur nú með, séu afleiðingar þeirra, sem n. kom áður með við 2. umr. En svo er ekki. Aðeins ein brtt. er nú gerð til samræmis við það, sem n. hefur lagt til áður, en það er hækkunartill. um laun landlæknis. Að öðru leyti eru brtt., sem meiri hl. n. flytur, ýmist við gr., sem n. var við 2. umr. ætlað að athuga, svo sem þær brtt., sem gerðar eru við laun lækna og sýslumanna ag aukatekjur þessara embættismanna, eða þá brtt., sem n. hefur haft til athugunar fyrir 2. umr., en þverskallaðist við í lengstu lög að taka upp.

Þá eru hér einnig nokkrar smávægilegar brtt., sem eru aðeins lagfæringar. Vil ég þar benda á eina, sem er við 13. launaflokk. Hún er fram komin af því, að d. felldi brtt., sem gekk í sömu átt og var einna mikilvægust allra brtt. n. og sú, sem nauðsynlegast var, að samþ. hefði verið.

Ég hef litið þannig á, þó að brtt. séu allmargar talsins, að þær séu að fjórum til fimm undanteknum alls ekki stórvægilegar og skipti mjög litlu máli. Langmestur tími n. fór í að ákveða aukatekjur embættismanna og í sambandi við það að komast að niðurstöðu um laun lækna og sýslumanna, sem sagt að ákveða atriði, sem ekki vannst tími til að ganga frá við 2. umr.

Þá vil ég víkja nokkrum orðum að einstökum brtt. Ég get farið mjög fáum orðum um brtt. við 8.–10. gr. og 14.–17. gr. N. hafði þessar brtt. við 2. umr. og sá þá, að þær voru réttmætar, þó að hún frestaði þeim þá. Um brtt. við 8. gr. er það að segja, að tollstjóri óskaði eftir verkaskiptingu á skrifstofunni. Gerði tollstjóri mjög skýra grein fyrir þeim óskum. Hér er aðeins um fáeina starfsmenn að ræða og þá aðallega verkstjóra á tollstjóraskrifstofunni. Hann óskaði eftir, að fulltrúar 2. fl. væru til við stofnunina, og er það ekki nema eðlilegt, og að til séu deildarstjórar. Er þar um þrjá menn að ræða, og eru það menn, sem hafa verkstjórn í sérstökum deildum skrifstofunnar. Enn fremur má geta þess, að hér er ekki um raunverulega hækkun að ræða, því að flestir þessir menn hafa eins há laun nú og jafnvel hærri en þeir hefðu, þó að brtt. yrðu samþ., t.d. aðalbókari. Hann hefur nú hærri laun en hámarkið eftir brtt. n. Sama er að segja um brtt. við 10. gr. Við höfðum þær til meðferðar fyrir 2. umr., en gerðum þá engar brtt. við gr. En eftir nánari athugun á málinu sá n., að ekki varð hjá því komizt til samræmis að hækka þar nokkra menn um einn flokk.

Ég gæti um leið vikið að öðrum brtt., sem eins stendur á um. Vil ég þar t.d. nefna 23. brtt., við 19. gr. Það er ekki eðlilegt, að skattstjórinn í Reykjavík hafi sömu laun og aðrir skattstjórar, þar sem starf hans er miklu umfangsmeira. Þess vegna höfum við hækkað hann. Sama er að segja um skrifstofustjóra skattstjóra, sem er í raun og veru varaskattstjóri og hefur mikil störf með höndum.

N. hefur nú sem áður komið sér hjá að taka nýja starfsmenn inn í frv. Hún hefur ekki álitið það verkefni sitt að gera nokkrar skipulagsbreyt., þó að óskir hafi komið fram um slíkt. T.d. hefur verkfræðingafélagið og vegamálastjóri eindregið óskað eftir, að við stofnunina væri til yfirverkfræðingur. N. hefur ekki álitið það sitt verk að gera till. um breyt. í þá átt og taldi, að slíkar breyt. þyrftu að koma frá ríkisstj. Sama er að segja um óskir, sem hafa komið fram frá forstjóra rafmagnseftirlits ríkisins og fela í sér gerbreyt. á starfstilhögun við stofnunina og þar með fjölgun starfsmanna. Við getum vel skilið, að slík stofnun sem rafmagnseftirlitið, sem fær fleiri og fleiri verkefni með ári hverju og er miklu meira en nafnið bendir til eða beinlínis raforkumálaskrifstofa, þurfi á fleiri mönnum að halda en áður var, en við viljum ekki gera till. um þetta. en álítum, að það sé verk stj. að gera till. um slíkt. Við höfum sem sagt komið okkur hjá að gera þess konar brtt. við frv. En þó eru það fáein störf, sem hafa beinlínis verið unnin á vegum ríkisins í mörg ár og launuð af því, og þá er engin ástæða til annars en þau komi fram í launal., fyrst þau eru til og ríkið greiðir fyrir þau. T.d. má nefna 20. brtt., við 15. gr., um aðstoðarlækna við rannsóknarstofuna. Hér er um sérfræðinga að ræða. sem gegna mjög nauðsynlegu starfi og stofnunin getur engan veginn án verið. Þeir eru ráðnir til starfsins og hafa laun sín frá ríkinu. En þó að mþn. hafi láðst að setja þetta. embætti inn í frv., fannst okkur engin ástæða til annars en lagfæra það og flytjum því brtt. um að ætla þeim ákveðin laun í samræmi við það. sem þeir hafa nú. Svipað er um 21. brtt., við 15. gr. Þar er bætt við aðstoðarmanni hjá þjóðminjaverði. Er það reyndar gert eftir till. frá hæstv. ríkisstjórn.

Þá eru tvær till., sem sama gildir um. Önnur er nr. 24, um féhirði vegamálastjóra. Féhirðir vegamálastjóra er til, en hefur fallið niður af vangá, og leggjum við til, að hann verði settur inn í frv. Hin er nr. 32, við 26. gr. Er þar bært við bifreiðarstjóra grænmetisverzlunarinnar, sem allar hliðstæðar stofnanir í frv. hafa. Hefur aðeins láðst að setja þennan inn í frv. Telur n. ekki ástæðu til annars en þessi stofnun hafi sinn bifreiðarstjóra eins og aðrar hliðstæðar.

Þá eru nokkrar brtt., sem n. hefur gert. T.d. vil ég nefna 1., 2. og 6. brtt., en þær heyra allar saman. Þær fela í sér að hækka laun ráðherra úr 14000 kr. í 16000 kr. Þessar till. eru komnar fram vegna þess, að n. þykir óeðlilegt, að ráðh. séu ekki hæstir í launum, ekki eingöngu vegna þess, hve mikilvægum störfum þeir gegna í þjóðfélaginu, heldur vegna hins, að reynslan hefur sýnt, að það er ekki varanlegt starf. — Þá hefur n. á öðru þskj. borið fram nýja brtt. um laun hæstaréttardómara, að í stað 14000 kr. fái þeir 15000 kr. Þetta er ekki gert peninganna vegna, heldur vegna þess, að í eldri launal. er það beinlínis tekið fram, að dómstjóri hæstaréttar skuli hafa jöfn laun og ráðh. Þessar brtt., ef samþ. verða, fela ekki í sér mikla fjárhæð, og má yfirleitt um þær segja, að þær séu mjög eðlilegar. 1. og 2. brtt. eru fram komnar vegna þessarar hækkunar, því að tala launaflokkanna breytist, ef nýr fl. kemur fyrir ráðh. og annar fyrir hæstaréttardómara.

Eins og ég gat um, eru það aðallega fjögur til fimm atriði, sem eru verulega mikilvæg af brtt. n. Eina mikilvæga breyt. vil ég nefna við 13. launaflokkinn, en það er 3.–5. brtt. á þskj. 964. Í 13. launaflokki eru eingöngu ritarar III. flokks, og felur brtt. n. í sér, að lágmarkslaun hans hækki um 300 kr. og ákvæði sé bætt í frv. þess efnis. að þegar starfsmenn eru búnir að. starfa í þessum launaflokki í eitt ár með hámarkslaunum flokksins, skuli þeir vera færðir upp í næsta launaflokk fyrir ofan og taka síðan þær aðrar hækkanir, sem eru í þeim launaflokki.

Við 2. umr. fluttum við brtt., sem gekk í sömu átt, en hún var felld í þessari hv. d., og held ég, að það hafi eingöngu verið af slysni. Það var fyrsta brtt. frá fjhn., sem greidd voru atkv. um. Ég veit um tvo þm., sem sátu hjá við atkvgr., því að þeir höfðu ekki áttað sig á því, hve réttlát og mikilvæg hún var. Starfsmenn í 13. launaflokknum hafa að heita má ekkert hækkað í launum. En það er þó tilgangur launafrv. að bæta kjör starfsmanna, ekki sízt þeirra, sem lægstir eru í launum. Auk þess eru lágmarkslaun þessa flokks ekki í neinu samræmi við það, sem er. Lægstu laun kvenna í ríkisstofnunum munu nú vera 260 kr. á mánuði í grunnlaun, og þar við bætist 30% grunnkaupshækkun, svo að launin eru 338 kr. En eftir till. n. hækka lágmarkslaunin, svo að nú verða grunnlaunin 275 kr. á mánuði, sem er 15 kr. hærra en þau eru nú, en þó miklu lægri, þegar miðað er við grunnlaunin með uppbótinni, eins og hér verður að gera. Þannig var beinlínis í frv. um launalækkun að ræða hjá þessum konum, sem hafðar eru í lægsta flokki, og er slíkt óviðunandi með öllu. Brtt. um flutning úr XIII. í XII. flokk álít ég til talsverðra bóta. Allir nm. voru sammála um það, að ekki væri nema réttmætt, þegar starfsmenn hefðu starfað lengi við stofnun, að launin hækkuðu meira en gert er ráð fyrir í 13. flokki. Það er því meiri ástæða til þess að samþ. þessa till. en nokkra aðra till., sem n. hefur flutt. Ég álít, að hv. d. geti ekki verið þekkt fyrir að afgr. frv. án þess að gera þessa sjálfsögðu breyt. á 13. launaflokknum. Launakjörin í þessum flokki virðast miðuð við það, að það séu eingöngu konur, sem taki laun samkvæmt honum. En það nær engri átt að búa til launaflokk til þess að halda niðri launum kvenna.

Þá kem ég að þeim þrem brtt., sem kostað hafa n. mestan tíma. Það er 13. brtt., við 9. gr., um bæjarfógeta og sýslumenn, 19. brtt., við 11. gr., um héraðslækna, og 34. brtt., við 37. gr., um aukatekjur og innheimtulaun embættismanna. Fyrst ætla ég að víkja að brtt. við 11. gr. Í frv. eru læknishéruðin flokkuð í fjóra flokka og laun héraðslækna aðallega ákveðin eftir því, hversu erfið læknishéruðin eru eða hversu erfitt hefur reynzt að fá lækna í þau. Launamálan., sem samdi frv., flokkaði það þannig, að tólf héraðslæknar, sem eru í héruðum, er talin eru sérstaklega erfið, væru í 4. fl. með 10200 kr., fimm héraðslæknar í 5. fl. með 7200–9600 kr., tuttugu héraðslæknar í 8. fl. með 6000–7800 kr. og ellefu héraðslæknar í 10. fl. með 4800–6600 kr.

Eftir að frv. var komið fram, hélt Læknafélag Íslands aðalfund og tók meðal annars þetta mál til meðferðar og komst að þeirri niðurstöðu, að sú skipting. sem er í frv., væri mjög af handahófi og sömuleiðis algerlega ósanngjörn. Læknafélagið bar fram nýjar till. um skiptingu læknishéraða. N. tók þetta til rækilegrar athugunar, og niðurstaðan varð sú, að ekki væri hægt að fallast á þá skiptingu, sem í frv. væri, og í annan stað treysti hún sér ekki til að taka upp þá till., sem læknafélagið bar fram, m.a. af því, að sú tala fæli í sér töluverða hækkun frá því, sem í frv. er. og enn fremur, að tíminn væri nú mjög óheppilegur til þess að ákveða um skiptingu læknishéraða, sérstaklega vegna þeirra breyt., sem nú fara fram á tryggingal., og eins við þá breyt., sem fer fram nú eða á næstunni, þannig að þau læknishéruð, sem ekki eru talin gefa miklar tekjur nú, geta haft öruggar tekjur eftir framkvæmd þessara l. o.s.frv. Eftir nokkur heilabrot varð n. sammála um þá brtt., sem hér er flutt, 19. brtt., um að flokka læknishéruðin ekki með nöfnum, heldur ákveða aðeins þrjá flokka, 3., 2. og 1. flokk, og ákveða hverjum flokki ákveðin laun, en fela að öðru leyti þeim ráðh., sem fer með heilbrigðismál, að setja ásamt landlækni reglugerð um skiptingu læknishéraða og fara við þá flokkun eftir fólksfjölda, samgöngum og því, hve erfitt er að fá lækna í héraðið. Að síðustu er ætlazt til, að reglugerð þessi verði endurskoðuð á fimm ára fresti. — Enn fremur vildi n. setja þann varnagla, að fjárl. bæru með sér, hve margir héraðslæknar verði í hverjum flokki, til þess að Alþ. geti haft eftirlit með því , að heilbrigðisstjórnin setji hæfilega marga lækna í hæsta flokk. N. ætlast ekki til þess, að launin í heild til héraðslækna breytist að neinu ráði við þessar brtt., heldur er það á valdi heilbrigðisstjórnarinnar að ákveða, hvernig skiptingu læknishéraða skuli háttað, einmitt af því að n. taldi það ekki á sínu færi að gera þessa skiptingu.

Þá er brtt. við 9. gr., um bæjarfógeta og sýslumenn, en hana verð ég að ræða í sambandi við 34. brtt., við 37. gr., um aukatekjur þessara manna. — 37. gr. frv., sem áður var 46. gr., er mjög óljóst orðuð í frv., svo að naumast verður af henni ráðið, hvort ætlazt er til þess, að innheimtulaun og aukatekjur falli niður eða ekki. Eftir orðalagi gr. liggur beinast við að skilja hana svo, að ætlazt sé til þess, að þau falli niður. Hver eru laun bæjarfógeta og sýslumanna? 9600 kr. árslaun, þar er ekki miðað við, að aukatekjur og innheimtulaun falli niður. Ég tel víst, að þetta sé óútkljáð mál hjá launamálan. Fjhn. mun vera sammála um, að eins og frv. er, sé ekki hægt að taka af þeim innheimtulaunin og aukatekjurnar. Ef svo hefði átt að gera, hefði vitanlega orðið að skipta embættunum öðruvísi niður. Það kemur ekki til mála, að bæjarfógetar í stærstu bæjunum, sem hafa mest störf með höndum, fái ekki hærri laun en bæjarfógetar í smákaupstöðum. Ég tel mér skylt, áður en ég ræði nánar þessa brtt. okkar við gr., að gera grein fyrir því, hverju þessar aukatekjur embættismanna nema.

Samkv. skýrslu frá fjmrn. voru innheimtulaun árið 1943 af stimpilgjaldi kr. 25918,08, verðtolli kr. 38963,17 og af skipagjaldi kr. 3123,71 eða samtals kr. 68004,96. Þá eru auk þess innheimtulaun greidd af Tryggingastofnun ríkisins, lífeyrissjóðstillag, kr. 74476,07, og af slysatryggingagjöldum kr. 75502,25 eða samtals kr. 149978,32. Ef öll þessi innheimtulaun eru reiknuð saman, er heildartalan kr. 217983,28.

Það mun vera nokkurn veginn víst, að innheimtulaun munu vera talsvert hærri 1944 og hljóta að aukast enn á þessu ári, m.a. vegna hækkunar á stimpilgjaldi. Hér er því um allháa upphæð að ræða fyrir ríkissjóð. Annað athugavert við þessar tölur er það, hvað tekjurnar koma ójafnt niður á embættismennina, og þá líka það, að þær renna til embættismannanna persónulega, en ekki til embættisins, þó að innheimtan sé í raun og veru framkvæmd af starfsmönnum, sem ríkið kostar. Skýrslur yfir innheimtulaun sýna, að hjá einum manni námu þau yfir 60000 kr. árið 1943, en hjá sumum sýslumönnum urðu þau innan við 700 kr.

Það komu í rauninni fram hjá n. mjög ólík sjónarmið og margvíslegar till. um það, hvernig fara skyldi með þessar aukatekjur og innheimtulaun. Ég held, að sjónarmiðin hafi verið allt á milli þess , að láta allt vera óbreytt og hins að afnema þau með öllu. Nm. gátu orðið sammála um það, að hjá einstaka embættismanni — með því að láta tekjurnar haldast — yrðu aukatekjurnar óhjákvæmilega margfalt hærri en fastar árstekjur þeirra. En þá kom fram sú skoðun, að væru innheimtulaunin afnumin, gæti orðið af því tjón fyrir ríkissjóð þar, sem innheimt;an væri ekki jafnmikil og á öðrum stöðum; enn fremur, að mikil ábyrgð fylgdi innheimtu og embættismaðurinn gæti orðið fyrir allháu tjóni af henni, þar sem hann ber samkv. I. ábyrgð á því, að gjöldin verði innheimt, og mundi þá verða vandi að fá menn í erfiðustu og ábyrgðarmestu embættin vegna þess, að menn hafa tekið við embættum og sótt um þau vegna þess, hverjar aukatekjur fylgdu þeim. Enn önnur skoðun var, að rétt væri að afnema innheimtulaunin alveg og greiða þessum embættismönnum eins og öðrum þau laun, sem væru sambærileg við þau störf, sem þeir inntu af hendi, þessar aukagreiðslur væru arfur frá þeim tíma, er embættismenn greiddu kostnaðinn við embættisreksturinn af því fé, sem ríkissjóður lagði embættinu til.

Till., sem hér er flutt af meiri hl. n., er eins konar miðlunartill. vegna hinna ólíku skoðana, sem fram komu hjá nm., og má kannske segja, að frá vissum sjónarmiðum sé hún hálfgerð vandræðatill. Með till. er gert ráð fyrir, að 1/4 innheimtulaunanna renni í tryggingarsjóð, sem verði í umsjá ráðh., en veita megi úr honum til þess að greiða embættismönnum kostnað og tjón, sem þeir kunna að verða fyrir af innheimtunni, einnig, að helmingur launanna falli niður, renni til ríkissjóðs.

Ég býst við því, að aðrir nm. geri frekari grein fyrir þessari till. Meiri hl. n. stendur ekki óskiptur að henni, og hefur hann nú flutt brtt. við hana. Auk þess hefur komið fram frá einum nm. brtt. við hana. Það, sem ég hef sérstaklega fundið að till., er ákvæðið um sjóðinn. Því er haldið fram, að með því að stofna slíkan sjóð og ætlast til þess, að greitt sé úr honum kostnaður og tjón, sem embættismenn verða fyrir, sé beinlínis lyft undir þessa starfsmenn að hafa vanskil hjá sér til þess að fá þessar bætur úr ríkissjóði, í staðinn fyrir það, að í raun og veru sé tilgangurinn með því að láta embættismennina halda innheimtulaununum að einhverju leyti að örva þá til þess að gera sem bezt skil. En með þeirri brtt., sem hér er gerð við 37. gr., að skerða innheimtulaun þessara embættismanna a.m.k. um helming, var n. ljóst, að ekki væri réttlátt; að ákveða laun bæjarfógeta og sýslumanna jafnlágt og gert er í frv., og hefur hún því flutt brtt. við 9. gr. frv. um hækkun á bæjarfógetum og sýslumönnum úr 9600 kr. í 11100 kr. En hins vegar hefur n. ekki flokkað störf þeirra með tilliti til þess, að þrátt fyrir það að svo mikill hluti innheimtulaunanna sé af þeim tekinn, þá nema þó þessi innheimtulaun á sumum stöðum, í stærstu bæjum og sýslum, talsverðu fé og nægilegu fé til þess að jafna á milli embætta. Með þeirri skerðingu, sem orðin er á innheimtulaununum, — en það eru lítil innheimtulaun hjá sumum sýslumönnum og bæjarfógetum, en hins vegar mikil hjá sumum, — kæmi fram meiri jöfnuður milli embætta, þó að árslaunin eftir till. okkar verði jöfnuð. — Í 34. brtt. n. felst í rauninni fleira en það eitt að ákveða um laun sýslumanna, bæjarfógeta og annarra hliðstæðra embættismanna. Þar eru nánari ákvæði en áður væru um það, hvað teljast skuli aukastörf og hvað aðalstörf. Í till. er gert ráð fyrir, að greiðslur fyrir aukastörf. önnur en eftirvinnu, skuli falla niður, en í gr., sem fyrir var í frv., var þetta ákvæði mjög óljóst og var á þá leið, að öll aukastörf, sem unnt væri að telja til aðalstarfs, skyldu ekki koma til greina. En hver átti svo að ákveða um það, hver aukastörf skyldi telja til aðalstarfs, og hvernig yrði það gert? Það mátti búast við, að um þetta gætu orðið allskiptar skoðanir og ef til vill verða ásteytingarsteinn milli starfsmanna annars vegar og forstjóra og framkvæmdarvalds hins vegar. Hefur því n. lagt til, að þriggja manna n., þar sem einn væri tilnefndur af ríkisstj., annar frá BSRB og hinn þriðji frá hæstarétti, skuli úrskurða, hver aukastörf rétt sé að telja til aðalstarfa og hver beri að launa sérstaklega, og setji ráðh. reglur um greiðslu fyrir yfirvinnu að fengnum till. BSRB og forstöðumanns stofnunar þeirrar, sem í hlut á. Hér er um eins konar dómnefnd að ræða.

Ég held, að ég hafi þá gert grein fyrir öllum brtt. á þessu fskj., og þyrfti ég því ekki að lengja umr. mikið úr þessu að öðru leyti en því, sem varðar heildargjöld ríkissjóðs vegna frv. Fyrir 2. umr. hafði fjmrn. látið reikna nákvæmlega út aukin gjöld ríkissjóðs samkv. frv. vegna barnafræðslunnar, og sá útreikningur sýndi, eins og áður var skýrt frá, að þessi upphæð nemur 3320893 kr. Hins vegar hafði ekki unnizt tími til þess fyrir 2. umr. að reikna út, hver útgjöldin yrðu í heild. Fjmrn. hefur nú látið gera þetta og komizt að sömu niðurstöðu um það, sem eftir var að reikna út, og mþn. og sömu niðurstöðu og ég gat um við 2. umr. eftir lauslegri áætlun. Við 2. umr. málsins gat ég þess, að upphæðin væri 2560243 kr., en eftir þessum nýja útreikningi og niðurstöðum fjmrn. og fyrri útreikningi n. 2490714 kr. eða samtals 5811607 kr. Þá hefur fjmrn. gert útreikning á launum hvers starfsmanns samkvæmt brtt. fjhn., sem samþ. voru við 2. umr., og nema þær breyt., eftir því sem næst verður komizt, 110 þús. kr. í grunnlaun eða 298100 kr. með vísitölu 271 eða samtals 6109707 kr., sem eru þá áætluð heildargjöld ríkissjóðs af samþykkt þessa frv., áður en til komu þær brtt., sem fjhn. flytur nú. Viðvíkjandi þessari hækkun fjhn., sem er í rauninni ein, 110 þús. kr., vil ég taka það fram. að það er munurinn á hækkun og þeirri lækkun, sem n. gerði, því að n. gerði eina lækkunartili. um farkennara, sem hafa ekki farkennararéttindi. Ég vil taka það fram, að það er enn eitt að athuga, þegar litið er á hækkunartill., sem fjhn. hefur gert: Hún fellir niður 48. gr. frv., sem var, en sú gr. fól það í sér, að þeir, sem áttu að lækka að launum samkv. frv., skyldu ekki lækka persónulega, heldur skyldi hver einstaklingur halda þeim launum, sem hann hefði, þó að starf hans væri lækkað eftir frv. Ég hef verið að gera mér grein fyrir því, hverju þessar lækkanir næmu með verðlagsvísitölu, og það er eftir útreikningi fjmrn. 442 þús. kr., sem þessi lækkun nam eftir frv., till. mþn. En svo hef ég verið að reyna að gera mér grein fyrir því, hvað þær hækkanir, sem fjhn. gerði við 2. umr., mundu nema mikilli upphæð, og mér taldist svo til, að þær næmu rúml. 100 þús. kr., þannig að með því að samþ. það, eins og gert hefur verið, að fella niður 48. gr., þá er að því sparnaður fyrir ríkissjóð, sem nemur 340 þús. kr., hversu réttlátur sem sá sparnaður annars er. Hitt er svo annað mál, hvort fjhn. eða Alþ. er stætt á því að hafa fellt niður þessa till., því að það er komin fram frá einum hv. þm. brtt. þess efnis, að menn megi velja um það, hvort þeir vilji halda þeim launum, sem þeir hafa nú, eða ganga undir launalögin. Mér er kunnugt um það, að við það að fella niður 48. gr. hefur orðið mikil óánægja hjá starfsmönnum hins opinbera, sérstaklega við póst og síma, og hafa þeir skrifað n. bréf, þar sem þeir sýna fram á, að þessi lækkun geti numið hjá einstökum mönnum frá 500–6000 kr. En þetta kemur til umr. í hv. d., svo að ég skal ekki fara út í það að sinni.

Þá vil ég aðeins víkja að því, að fjhn. tók afstöðu til brtt. þeirra, sem fyrir lágu við 2. umr. frá einstökum þm. Brtt. 714 frá hv. þm. Barð., brtt. 927 frá hv. þm. S.-Þ. og brtt. 886 voru bornar upp í n., og fékk engin þeirra atkv., enn fremur var felld brtt. 868 frá hv. þm. Str.

Eftir samþykkt frv. við 2. umr. hefur komið fram óánægja hjá starfsmönnum hins opinbera, aðallega og nær eingöngu út af þrem atriðum, — í fyrsta lagi af því, að n. hefur fellt niður 48. gr.,

í öðru lagi út, af gr., sem felld var niður, um það, að menn skyldu fá ráðningarbréf, og í þriðja lagi var mikil óánægja út af því, og jafnvel var því haldið fram af stj. BSRB, að það væru hrein svik af Alþ. að hafa fellt niður nokkrar gr. úr frv., og lagði stj. bandalagsins áherzlu á það, að a.m.k. þrjár stofnanir, sem hún tilgreindi, yrðu teknar inn í launal. aftur, þ.e. Tryggingastofnun ríkisins, Brunabótafélag Íslands og Samábyrgð Íslands. N. hefur ekki orðið sammála um að flytja neinar nýjar brtt., en einstakir nm. hafa óbundnar hendur um að flytja eða fylgja brtt., sem fram kynnu að koma um þessi atriði.

Ég held, að ég þurfi ekki að taka fleira fram að sinni. Ég vil aðeins að lokum lýsa ánægju minni yfir samstarfinu við meðnm. mína. Hversu ánægð sem hv. d. kann að vera með starf hennar, þá hefur hún lagt á sig mikla vinnu við frv. Hún hefur varið öllum tómstundum sínum frá öðrum þingstörfum til þess að vinna að frv. og hefur gert það af mikilli samvizkusemi og hefur reynt að hafa augun á því hvoru tveggja að flytja ekki brtt., sem hækkuðu að neinu verulegu leyti útgjöld ríkissjóðs, og hins vegar að reyna eftir megni að verða við sanngjörnum óskum frá stofnunum eða einstökum starfsmannahópum. Ég held, að það verði ekki með sanngirni borið n. á brýn, að hún hafi flutt brtt., sem ekki eru sérstaklega sanngjarnar, og hún hefur sannarlega reynt til þess að raska ekki frv. að neinu verulegu leyti, svo að það hafi aukin útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð. Hins vegar taldi n. skyldu sína að leiðrétta augljósa galla, sem á frv. voru, en þó innan þeirra takmarka, að útgjöldin í heild yrðu sem minnst.