20.06.1944
Neðri deild: 42. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1838 í B-deild Alþingistíðinda. (4795)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Pétur Ottesen:

Raddir frá hv. þm. í allshn. benda til þess, að þeir telji frv. ekki eiga að ganga fram án breytinga, og þar sem ekki er tími til að gera breyt. og fá þær samþ. einnig í Ed. fyrir þingfrestun, hljóta kappræður og till. um breyt. á frv. að miða að því einu að eyða málinu. Rökrétt afleiðing þess er það, að fylgismenn frv. hljóta að vera móti því, að það fari nú til n., eftir að frv. hefur verið samið af lögfræðingum, athugað af n. í Ed. og hlotið samþykki margra góðra lögfræðinga, sem um það hafa fjallað.