27.02.1945
Neðri deild: 139. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1969 í B-deild Alþingistíðinda. (5218)

292. mál, stýrimannaskólinn í Reykjavík

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. — Það er rétt að leiðrétta smámistök, er orðið hafa. Í 10. gr. frv. segir: „Í reglugerð verður ákveðið“, en það átti að vera: „Í reglugerð skal ákveðið.“ Ég veit ekki, hvort hæstv. forseti sér sér fært að leiðrétta þetta. (Forseti: Jú, jú.) Svo er önnur villa, sem þarf alveg leiðréttingar við, því að það er töluvilla. (PZ: Brtt. er komin, og er verið að útbýta henni.)