13.12.1944
Sameinað þing: 75. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í D-deild Alþingistíðinda. (5274)

206. mál, herzla síldarlýsis

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Stjórn síldarverksmiðja ríkisins hefur látið fara fram mjög gagngerða athugun á þessu máli og m.a. leitað tilboða um vélar til stöðvarinnar. Upplýsingar um þetta eru 2–3 ára gamlar og munu vera tiltækar, ef n. vill kynna sér þær.

Ég tel hina mestu nauðsyn, að komið verði á lýsisherzlu hér á landi. En það er rétt, að skilyrði hafa ekki verið til þess. Við herzluna hafa aðallega verið 2 aðferðir notaðar, og þarf við aðra mjög mikið koks, en við hina mjög mikið rafmagn og vatn. Mikið koks hefur verið flutt frá Bretlandi í þessu skyni til austurstranda Ameríku, því að hin síðari aðferðin þótti þar tæplega svara kostnaði.

Ég tel hæpið, að fjvn. geti nú gert þær athuganir, sem þörf er á í málinu, og er álitamál, hvort ekki ætti að vísa till. til nýbyggingarráðs til athugunar.