05.02.1945
Neðri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í D-deild Alþingistíðinda. (5437)

274. mál, bifreiðar handa læknishéruðum

Eysteinn Jónsson:

Ég benti á það áðan, hvort ekki væri hugsanlegt, að búnaðarfélagssamböndin ættu bifreiðar, sem dýralæknar hefðu til afnota. Ég gerði þessa bendingu aðeins vegna þess, að mér var sagt, að n., sem um þetta fjallaði, hafi ekki treyst sér til að taka dýralæknana upp í till. sínar, þannig að þeir væru einkaeigendur bifreiðanna. Það var einmitt þess vegna, að ég gerði þessa brtt. að umtftl.sefni, að ég hélt, að meiri hluti hv. þm. mundi leggjast gegn till., ef ekki væri fyrir þessu séð. Nú hefur hv. frsm. meiri hl. hins vegar komið inn á það að taka dvralækna með, þó að þeir ættu sjálfir að eiga bifreiðarnar. Það stendur ekkert á mér að fallast á það, í því trausti, að þeir skilji fullkomlega, að bifreiðarnar eru afhentar þeim með sömu kjörum sem dýralæknum og fylgja embættinu, þótt þær að forminu til séu í einkaeign.

Ég get því vel tekið aftur þessa bendingu mína, því að hún var eingöngu gerð út af því, að ég hafði heyrt, að n. treysti sér ekki til þess að taka dýralæknana með, vegna þess að þeir yrðu þá eigendur bifreiðanna sjálfir.

Varðandi till. hv. þm. V.-Sk. sé ég enga ástæðu til þess, að prestaköll fái til afnota bifreiðar á sama hátt og læknishéruð fá, af þeirri einföldu ástæðu, að prestaköll eru yfirleitt svo miklu minni en læknishéruðin og viðráðanlegri ferðalög í þeim. (STh: Hvað eru þau mörg?) Ég veit það ekki, en þau eru margfalt minni en læknishéruðin, og því er margfalt minni ástæða til þess að greiða fyrir ferðalögum presta á opinberan hátt.