16.01.1945
Efri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 690 í B-deild Alþingistíðinda. (834)

165. mál, gjaldeyrisvarasjóður

Frsm. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. — Þegar hinum miklu og alkunnu gjaldeyrisvandræðum fór að linna, þótti miklu varða, að ekki færi út í það sama aftur, og voru þá þessi l. sett. Þar segir svo:

„Landsbanki Íslands skal leggja til hliðar upphæð í erlendum gjaldeyri, sem nemi ,jafngildi 12 milljóna íslenzkra króna umfram það, sem bankinn skuldar erlendis á hverjum tíma.

Skipa skal 7 manna nefnd, sem hafi með höndum. verkefni það, sem tilgreint er í lögum þessum.“Sú kvöð hvíldi þó á ríkissjóði í sambandi við þessi lög, að búast mátti við, að Landsbankinn. yrði að koma þessu fé fyrir á óhentugum stöðum, og átti ríkissjóður að greiða Landsbankanum þann halla, sem hann biði af að hafa þetta fé jafnan handbært.

Nú er svo komið, að þessi ákvörðun er orðin. óþörf, og fer frv. fram á að undanþiggja bankann þessari kvöð, meðan ekki er ástæða til að hafa hana í gildi.

Fjhn. beggja deilda mæla með, að frv. nái fram að ganga, og vil ég fyrir hönd fjhn. Ed. mæla með, að það verði samþ. óbreytt.