05.12.1945
Efri deild: 45. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

64. mál, ábúðarlög

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég vil bara taka það fram, úr því að hv. frsm. málsins leggur áherzlu á og óskar sérstaklega eftir, að málið verði athugað betur hjá landbn., að þá fyrir mitt leyti hef ég ekki á móti því og tel ég það rétt, ef hann hefur eitthvað fram að færa til endurbóta á, málinu, að landbn. taki málið til athugunar, sem hún getur á fundi á morgun. Vænti ég þá, að ekki standi á svörum. En ég vil ekki neitt karpa við þá menn, sem hér hafa staðið upp. Og sérstaklega læt ég mig litlu skipta, hvort hv. 6. þm. Reykv. kallar mig form. n. eða ekki, eða hvort hann kallar hv. þm. Barð. það. En ég læt mig miklu skipta, hvort sú Gláms-náttúra á að ríkja í landinu að brjóta niður hús og setja jarðir í eyði, sem eru byggilegar og vel hæfar til ábúðar.