20.12.1945
Neðri deild: 61. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (1534)

148. mál, nýbyggingarráð

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Efni þessa frv. er að leggja 15% af verðmæti útflutningsins á sérstakan reikning og verja því til kaupa á framleiðslutækjum. En þótt slíkt verði sett í lög, er það engan veginn tryggt, að þetta fé verði tiltækt í þessu skyni. Hvað mikið af tækjum verður flutt inn, skal ég ekki segja um, en á meðan verzlunarjöfnuðurinn er óhagstæður um 30–44 millj. kr., þ. e. útflutningurinn minni en innflutningurinn, þá bendir það til, að meira þurfi að gera en að setja slík lög, til þess að afgangur verði. Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu í sambandi við málið.