14.03.1946
Efri deild: 84. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1104 í B-deild Alþingistíðinda. (1830)

60. mál, raforkulög

Frsm. (Gísli Jónsson):

Iðnn. hefur tekið til athugunar brtt. á þskj. 537, frá hv. 6. þm. Reykv., og hefur hún ekki getað fallizt á, að hún verði samþ., en n. leggur aftur á móti til, að till. verði samþ. eins og hún er á þskj. 527. N. vonast til, að brtt. á þskj. 541 verði samþ. til þess að koma í veg fyrir bráðabirgðastöðvar. N. ætlar, að allt að 10 millj. kr. gætu farið í slíkar bráðabirgðastöðvar, ef upphaflega till. yrði samþ.

Hv. 1. þm. N.-M. ber fram brtt. á þskj. 538, sem hann gerir sjálfsagt grein fyrir. Ég vona svo, að frv. verði samþ. með brtt. meiri hl. á þskj. 541.