13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1368 í B-deild Alþingistíðinda. (2303)

149. mál, virkjun Sogsins

Sveinbjörn Högnason:

Herra forseti. Þetta stórmál er nú fyrst tilbúið í frumvarpsformi og menn munu ekki hafa haft kost á að athuga það sem skyldi, og er það óforsvaranlegt að fá ekki kost á því að athuga breyt. þær, sem hv. Ed. hefur gert á því. Ég vona, að hæstv. forseti taki málið af dagskrá, svo að unnt sé að athuga breyt. þær, sem hv. Ed. hefur gert á því. Frv. var nú rétt fleygt til mín, og er vafasamt, hvort dm. hafa lesið það með áorðnum breyt. Mælist ég því til, að frv. verði tekið af dagskrá.