10.04.1946
Neðri deild: 106. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1431 í B-deild Alþingistíðinda. (2514)

144. mál, Austurvegur

Jörundur Brynjólfsson:

Það er venja hér á Alþ.,þm. tali svo um mál, að þeir séu ekki að gera grein fyrir því, hvað lengi ráðh., sem eru á hverjum tíma, muni sitja í ráðherrastólum hér á þingi, og þegar um framkvæmd er að ræða, gengur maður út frá því, að sá ráðh., sem situr, taki við framkvæmdinni, eftir því sem löggjöfin mælir fyrir um, og skiptir því ekki máli á hverjum tíma, hvort maður er stuðningsmaður ráðh. eða ekki. Þess vegna er þetta tal hv. 10. landsk. þm. út í hött. En mér þykir leiðinlegt, ef hv. 10 landsk. skoðar þessi mín fáu orð sem einhvern þröskuld í vegi fyrir því, að aðrir kæmust í þá stóla. Ég held því, að þetta tal hv. 10. landsk. þm. nálgist nokkuð nýju fötin keisarans, en ekki einungis keisarans skegg, því að þetta er fjarri öllu lagi.