23.04.1946
Efri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2093 í B-deild Alþingistíðinda. (3329)

142. mál, sameining Selfossbyggðar í eitt hreppsfélag

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Ég skal ekki eyða mörgum orðum um þetta frv., en mér er kunnugt, að það er sterkur vilji fyrir því, að það nái fram að ganga, og er hert á því af hlutaðeigendum sjálfum, og það er margt, sem hvetur þá til þess að koma þessu í ákveðið horf. Má þar t. d. nefna rafveitu, fráræslu, skólamálin og skipulag þorpsins. Ef frumv. væri breytt hér í þessari hv. deild og sent aftur Nd., þá er álitið, að hætta sé á því, að frv. dagaði uppi. Ég vil ekki vinna að slíku, þótt sumt í frv. sé álitamál, og væri e. t. v. rétt að bera fram brtt., en ég met meira, að frv. nái afgreiðslu hér og verði afgr. sem lög en að það dagaði uppi.

Hverju sé ábótavant, það gef ég ekki um að fara út í hér, en læt vera að bera fram brtt. Hins vegar ef einhverjir hv. þdm. bera hér fram brtt. og frv. yrði aftur sent hv. Nd., þá mun ég bera fram brtt., en ég vil ekki stuðla að því. Ég mun því greiða atkv. með frv. óbreyttu.