04.04.1946
Neðri deild: 102. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1604 í B-deild Alþingistíðinda. (3512)

141. mál, stofnlánadeild sjávarútvegsins

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Skriflega brtt. hin fyrri er frá mér og hv. þm. Vestm. — Ég er einn af þeim, sem telja, að hér sé gengið eins langt og hægt má teljast, að lána megi út á skip 2/3 af virðingar- og kostnaðarverði og út á aðrar eignir ¾ og jafnvel allt að 4, ef sveitar- og bæjarfélög eru lántakendur eða ábyrgjast lánin. Í þessu felst, að þeim, sem styðja þetta frv., þykir það vera aukin trygging, ef ábyrgð fylgir frá sveitarfélögum ásamt 1. veðrétti.

Mér þykir rétt, að samræmi sé, en það er ekki nema aukatrygging í fasteignum sé sett. Þess vegna höfum við komið fram með þessa brtt. Að öðru leyti skýrir þetta sig sjálft.

Hv. þm. Vestm. hefur beðið mig að gera grein fyrir brtt. meiri hl. sjútvn., en hún er við 5. gr. í brtt. á þskj. 623, um nýbyggingarsjóð. Eins og brtt. á þskj. 623 er nú, þá er þar svo ákveðið, að útgerðarfélög og útgerðarmenn, sem eiga fé í nýbyggingarsjóði, skuli leggja þetta fé á vaxtalausan innlánsreikning í stofnlánadeildinni o. s. frv. Brtt. meiri hl. sjútvn. er um að orða greinina öðruvísi. Upphaf og endir er eins og hin brtt., en inn í hana bætist á eftir orðunum „sbr. lög nr. 20 1942“ þetta: og ekki gera ráðstafanir til þess að verja því til kaupa á nýjum skipum eða öðrum framleiðslutækjum. Þannig hljóðar viðbótin, en niðurlagið er eins og á brtt. á þskj. 623. Það leiðir af sjálfu sér, að ef þeir, sem fé eiga í nýbyggingarsjóði, gera ráð fyrir að verja því samkv. lögunum, ber þeim eigi að leggja féð inn á vaxtalausan reikning í stofnlánadeildinni.