15.11.1945
Efri deild: 31. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í C-deild Alþingistíðinda. (3702)

87. mál, vinnuskóli á Reykhólum

Eiríkur Einarsson:

Það er í rauninni fyrirsögn frv., sem sker úr um það, til hvaða n. það á að fara. Það heitir frv. til 1. um vinnuskóla á Reykhólum, og ég þykist vita, að hv. flm. miði þar við meira en nafnið eitt og líti svo á, að frv. eigi að vera liður í sveitavinnulöggjöf Íslands, og miðað við það út af fyrir sig álít ég rétt, að hv. landbn. fái það til meðferðar. Ég geri það þess vegna að eindreginni till. minni, að frv. verði vísað til þeirrar nefndar.