22.03.1946
Neðri deild: 93. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í C-deild Alþingistíðinda. (4806)

202. mál, orlofsheimili verkalýðsfélaga

Bjarni Ásgeirsson:

Ég tel, að hér sé um þarft mál að ræða og sjálfsagt að veita því stuðning. Það er mjög mikilvægt að geta hjálpað verkamönnum, svo að þeir geti haft góðan samastað í sumarfríi sínu. Þetta er í alla staði vel skiljanlegt. En ég vil láta það koma í ljós, að stuðningur minn er ekki sprottinn af þakklætisskuld til flm. né flokksbræðra hans, þar sem þeir hafa lýst sig mjög fjandsamlega ýmsum málefnum bænda. Er þar skemmst að minnast á búnaðarmálasjóðinn. Ég vil láta þessi orð fylgja meðmælum mínum með frv. þessu.