17.05.1947
Neðri deild: 130. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1033 í B-deild Alþingistíðinda. (1057)

239. mál, þjóðleikhús

Garðar Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja umr. um þetta. en vildi aðeins koma með aths. vegna hæstv. ráðh. Ég tók það fram í dag, að þar sem hér er um menningarmál að ræða og fyrirtæki. sem ríkið hefur lagt stórfé í, þá sé það eðlilegt, að það lúti yfirstjórn ráðh., en það er annar blær á því, hvort þetta er sjálfseignarstofnun, eða hitt, að það sé ríkisstofnun, sem getur gengið í ríkissjóð, því að hæstv. ráðh. sagði: Hvert á stofnunin að leita nema þangað, ef hún lendir í fjárhagsvandræðum? En meginmunur er, að hægt sé að reka fyrirtækið með halla, af því að hægt sé að fá hallann greiddan. En hvers vegna á ekki að telja það sem sjálfsagðan hlut. að það beri sig fjárhagslega. sem er vel hægt? Það er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að þessi stofnun, sem ekki borgar opinber gjöld, hún hljóti að bera sig. Munurinn er að slík sjálfseignarstofnun hefur ekki beinan aðgang að ríkissjóði, en það hefur hin samkv. frv. Það er hægt að gera greinarmun á opinberum rekstri og ríkisfyrirtæki. Það eru til mörg fyrirtæki, sem eru sjálfseignarstofnanir, lúta ráðh., en hafa ekki greiðan aðgang að ríkissjóði. Svo var t. d. með síldareinkasöluna á sínum tíma. Fyrir mér er þetta princip-atriði, og skil ég ekki annað en að meðnm. mínir séu sammála um það úr öllum flokkum. Ég fæ heldur ekki séð, að stjórn stofnunarinnar fari úr höndum þingsins, þó að hún verði gerð að sjálfseignarstofnun, því að 1. gr. verður samkv. till. minni: „Þjóðleikhúsið skal vera sjálfseignarstofnun og lúta yfirstjórn menntmrh.“ Ég skal svo ekki tefja málið lengur. N. hefur komið á móti mér með það, að leikarar skuli ekki vera skilyrðislaust ráðnir til 5 ára í senn. Hér hafa leikarar staðið sig með prýði og eiga gott skilið fyrir sín störf, en hins vegar veit hvorki ég né hæstv. ráðh. né hv. menntmn., nema hæfari menn komi fram, og þá má ekki útiloka. Að síðustu vildi ég segja, að ekki er rétt að ákveða í 1., hvernig leikritanefnd skuli kosin. Það getur verið rétt, að leikhússtjóri hafi þar úrslitavaldið, en því aðeins að hann sé hæfur til þess, og þess vegna er ófæra að binda það í lögum. Það væri það sama og að ákveða í l. t. d., hverjir þm. skyldu vera í menntmn. Það er nú samt þetta. sem hv. menntmn. er að gera, þegar hún mælir með þessari frvgr.