22.05.1947
Neðri deild: 138. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í B-deild Alþingistíðinda. (1082)

250. mál, ríkisreikningurinn 1943

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson) :

Herra forseti. Ég hef lítið um þetta mál að segja. Fjhn. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. En við prentun ríkisreikningsins hefur orðið prentvilla í 19. gr. 2. lið, og á heildarupphæðin að vera kr. 743383,27, en ekki 356883,33, eins og talið er í RR. Á rekstrarreikningi RR er upphæðin rétt. Af stjórnarráðsins hálfu munu verða gerðar ráðstafanir til að leiðrétta þessa skekkju. En eigi að síður er reikningurinn reikningsfærslulega réttur og eins og hann á að vera. Það er sem sagt aðeins um þessa skekkju að ræða, sem mun verða leiðrétt.