14.04.1947
Neðri deild: 114. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1562 í B-deild Alþingistíðinda. (2291)

42. mál, sala Hringverskots í Ólafsfirði

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Herra forseti. Þetta frv. er flutt í Ed. að beiðni bæjarstjórnar Ólafsfjarðar og er í þá átt, að bæjarstjórn Ólafsfjarðar sé heimilt að kaupa Hringverskot. Þetta er eyðijörð, metin á 1700 kr. að nafnverði. Á jörðinni stendur skólahús Ólafsfjarðar. Þar er og nokkurt graslendi og heyfengur, sem bærinn telur sig þurfa, og telur bæjarstjórnin sér hag í að fá jörðina keypta. Allshn. mælir með, að frv. verði samþ. eins og það var í Ed.