20.03.1947
Efri deild: 98. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (2868)

10. mál, útsvör

Forseti (ÞÞ) :

Þetta mál hefur áður verið á dagskrá og þá gefinn frestur í því. Nú síðast á mánudaginn var um það rætt utan dagskrár, og sagðist ég þá mundu taka málið á dagskrá í þessari viku. Nú mun þetta vera síðasti fundur d. í þessari viku, og vil ég ekki brigða það mál, en ef samkomulag verður um það, mun ég ekki ófáanlegur til að veita frest, en það hafa ekki komið fram óskir frá meiri hl. Minni hl. hefur skilað áliti, svo að ég sá ekki ástæðu til annars en leita afbrigða.