23.05.1947
Neðri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1869 í B-deild Alþingistíðinda. (3301)

243. mál, lögtak og fjárnám

Frsm. (Auður Auðuns) :

Herra forseti. Það frv., sem hér er um að ræða, er flutt af allshn. Ed. að tilhlutun hæstv. dómsmrh., og mun það vera komið fram vegna eindreginna óska ákveðins embættismanns, tollstjóra. Samkvæmt núgildandi l. er nægilegt, að lögtaks sé beiðzt innan eins árs frá gjalddaga og lögtakinu síðan framfylgt með hæfilegum hraða, en í frv. er gert ráð fyrir, að þessi frestur sé lengdur upp í 2 ár, enda sé lögtakinu haldið áfram með hæfilegum hraða. Að öðru leyti vil ég vísa til grg., sem frv. fylgir.

Allshn. var sammála um að leggja til, að þetta frv. væri samþ. Ég var frsm. n., en tilkynnti forföll í gær, þegar málið var til 2. umr. Ég vildi því nú gera þessa stuttu grein fyrir málinu.