25.11.1946
Efri deild: 19. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í C-deild Alþingistíðinda. (3675)

80. mál, sóknargjöld

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Herra forseti. Eins og grg. þessa litla frv. ber með sér, er það flutt af menntmn. að beiðni kirkjumrh., og tekur n. enga ábyrgð á málinu aðra en þá að koma því á framfæri við þingið, eins og venja er til, að n. geri, er ráðh. fer þess á leit við þær, að þær flytji mál, enda hafa nm. áskilið sér rétt til að hafa óbundnar hendur um afgreiðslu málsins. Ég hafði nú vænzt þess. að hv. ráðh. væri hér og gerði grein fyrir ástæðunum. sem liggja til þess, að frv. þetta er fram komið. En úr því að hann er ekki viðstaddur, vil ég með örfáum orðum skýra frá heim breyt. á gildandi 1., sem leiddu af samþykkt frv.

Í fyrsta lagi er ætlazt til þess samkv. frv., að kirkjugjald verði innheimt með viðauka samkv. vísitölu. Það hefur ekki verið gert áður, og þrefaldast gjaldið við það og má þó segja, að það skipti ekki mjög miklu máli, þar eð nefskatturinn til kirkjunnar er svo lágur, að varla nokkurn mann munar um þessa hækkun. Í öðru lagi verður ofurlítil hækkun á stofngjaldinu, eða 25 aurar, og er þessi hækkun svo lítilfjörleg, að ekki þarf að eyða orðum að henni. Gert er ráð fyrir að stofngjaldið verði kr. 3.00 í stað kr. 2.75. Í þriðja lagi er það, sem ef til vill mætti skoða sem aðaltill. þessa frv., að 1/6 hluti þessa gjalds skal renna í sameiginlegan kirkjusjóð, er yfirstjórn kirkjunnar hefur til ráðstöfunar til eflingar kirkju- og kristindómsmálum, en slíkur sjóður hefur ekki verið til áður. Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. Ef hv. d. sýnist svo, að n., er flutti mál þetta. hafi það áfram til athugunar, mun hún að sjálfsögðu gera það og fjalla um það sem önnur mál. En ef d. óskaði heldur að vísa því til annarrar n., sem kynni að geta legið nærri, þar sem hér er eiginlega um skattamál að ræða, þá mundi menntmn. síður en svo verða afbrýðisöm út af því. Ég geri engar till. í þessu efni, en lofa fyrir hönd menntmn., að hún taki málið til athugunar, ef því verður vísað til hennar.