28.10.1946
Neðri deild: 6. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í C-deild Alþingistíðinda. (4013)

20. mál, vinnumiðlun

Flm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Ég skal ekki fara að deila við hæstv. félmrh. um sjónarmið hans í þessu máli, en það er annað en mitt. Ég lit svo á, að þótt ríkið hafi fram að. þessu greitt 1/3, þá eigi það ekki heimtingu á því að hafa úrslitaáhrif um stjórn þessara stofnana. Það stendur óhaggað, að bæjarsjóðirnir standa undir 2/3 hlutum kostnaðar, og það verður ekki bent á það með neinum rökum, að ríkisstj. sé nauðsynlegt að hafa þessi ítök. Það verðúr alveg jafnauðvelt eftir eins og áður að hafa vinnumiðlun milli allra staða á landinu. Ég sé ekki, að bæjarstjórnirnar ættu að vera ófúsari til samvinnu eftir en áður. Ég held aftur á móti, að því sjálfstæðari sem rekstur bæjarfélaganna er, því meiri möguleikar séu fyrir góðri samvinnu milli ríkis og bæja um þessi mál. Um hitt atriðið, hvort ætti að svipta bæjarfélögin- þessum 1/3 hluta styrks, skal ég ekki eyða orðum að svo komnu máli, en mér er nær að halda, að það væri eins æskilegt, að þau hættu að fá þennan styrk, eins og að ríkið hafi svona sterk áhrif. Ég tel eðlilegt, að ríkið styrki þetta, því að hér er um mál að ræða, sem hefur almenna sósíala þýðingu, án þess að ríkið geri þær kröfur að hafa úrslitaáhrif á stofnunina.

Ég hef ekki meira að segja, en vona að málið fái góða afgreiðslu í hv. þd. Ég gerði till. um, að málinu yrði vísað til allshn., en það mætti eins fara til félmn., og er það á valdi hæstv. forseta, hvort verður.