22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í C-deild Alþingistíðinda. (4455)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. — Ég vil aðeins upplýsa það, vegna þess að manni skildist það af ummælum hv. þm. Barð., að málið hefði stöðvazt af mínum völdum, að hér er rangt með farið. Málið var eingöngu stöðvað af afskiptum hæstv. samgmrh. Ég held hins vegar, að hann sé ekki á móti málinu, heldur hlynntur því, en þar komu önnur atvik til greina. Annars verð ég að segja það, að mér finnst framferði n. og hv. þm. Barð. vera það, sem á útlendu máli nefnist „blackmail“, þ.e. þorparabragð, þar sem hann vill nú hafa annan hátt um afgreiðslu málsins en hann hafði áður gefið loforð um.