10.10.1946
Sameinað þing: 1. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (6)

Forseti Íslands setur þingið

Aldursforseti (BK):

Út af þessari fyrirspurn vil ég skýra frá því, að enn þá hefur ekki reynzt unnt að láta tvo hv. þingmenn vita af þessum fundi. Ég gat þess í dag, er fundi var frestað, að næsti fundur yrði boðaður með dagskrá. En fyrir skammri stundu kom skyndilega fram ósk um, að þessi fundur yrði haldinn. Ég taldi rétt að verða við þeirri ósk, og þótt þessa hv. þingmenn vanti, tel ég ekki líkur til, að fjarvistir þeirra hafi áhrif á forsetakjörið, og ég held, að við svo búið verði að sitja. (PO: Hvað veit hæstv. forseti um undirbúning forsetakjörsins?) Ja, ég vil spyrja hæstv. ríkisstj., hvort hún leggi áherzlu á, að fundinum verði nú haldið áfram, ella tel ég rétt að fresta honum.