06.10.1947
Efri deild: 3. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (107)

1. mál, menntaskólar

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Með l. þeim, sem sett voru á síðasta þingi um menntaskóla, voru þeir menn, sem tekið höfðu kennara- eða meistarapróf við Háskóla Íslands eða hliðstæð próf við sambærilega stofnun, sviptir réttindum til að geta verið kennarar við menntaskóla eða gagnfræðaskóla, nema þeir hefðu stundað nám í uppeldis- og kennslufræðum sérstaklega. Það þótti nauðsynlegt að gefa út bráðabirgðal. til þess að breyta þessu ákvæði, og var það gert, og liggur hér nú fyrir frv. til staðfestingar á þeim bráðabirgðal. En efni þeirra er það, að þessir menn hafi réttindi áfram til að vera kennarar við menntaskóla, ef þeir hafa nú lokið prófi frá háskólanum eða hafa lokið slíku prófi fyrir árslok 1948, enda þótt þeir hafi eigi stundað nám í uppeldis- og kennslufræðum. Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og menntmn. að lokinni þessari umr.