15.12.1947
Neðri deild: 32. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í B-deild Alþingistíðinda. (160)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — Ég vil endurtaka ósk mína og vísa til þess, að hér er um löng og flókin ákvæði að ræða, að minnsta kosti tveir kaflar, sem enn hafa ekki legið fyrir í öðru formi, þó að hér séu líka kaflar, sem skyldir eru því, sem borið hefur verið fram í öðrum frv.

Ég mælist til þess, að hæstv. forseti verndi rétt þm. samkvæmt þingsköpum og þeir fái tækifæri til þess að athuga málið áður en umr. hefjast.