18.11.1947
Efri deild: 21. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1114 í B-deild Alþingistíðinda. (1705)

43. mál, búnaðarmálasjóður

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þó að ég standi hér upp, er það ekki til þess að ræða efnislega um þetta mál. Ég held, að umr. við 2. umr. hafi verið það ýtarlegar, að ekki sé ástæða til að draga málið á langinn með frekara þófi. En ég vildi geta þess, að landbn. tók málið fyrir á ný eftir 2. umr. samkvæmt ósk eða áminningu þm. Barð., þar sem hún vildi ekki bera þær óskir fyrir borð. Á þeim fundi n. voru allir flm. mættir auk nm. Fyrir fundinum lá brtt. frá 2. þm. Árn., sem nú er hér fram komin. Niðurstaðan í n. varð sú, að 3 nm. vildu ekki fallast á þá brtt., en einn nm. vildi ekki taka afstöðu til hennar. Þau sjónarmið, sem till. fjallar um, voru rædd hér við 2. umr.. og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka það, sem þá var sagt.

Ég sé svo ekki ástæðu til að lengja þessar umr. frekar.