24.03.1948
Sameinað þing: 64. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1243 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

Þinglausnir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti sameinaðs Alþingis. Ég vil leyfa mér fyrir hönd þm. — og ég veit ég tala þá í nafni allra þeirra — að þakka hæstv. forseta fyrir árnaðarkveðjur til okkar þm. Ég vil leyfa mér um leið að þakka honum fyrir réttláta og einarða og ágæta fundastjórn, fyrir gott samstarf við okkur þm. Ég vil leyfa mér að óska honum góðrar heimferðar og honum og hans fjölskyldu alls góðs, þar til við sjáumst næst. Ég óska honum gleðilegra páska og vænti þess, að við megum hittast heil, þegar Alþ. kemur saman á ný. Ég vil biðja hv. alþm. að staðfesta þessar óskir mínar til hæstv. forseta með því að standa upp. [Þm. risu úr sætum.]